lítill haus        
   
heim

forsíða>verkefni>2008>matarkistan

Nýpurhyrna verkefni tenglar annað hafa samband english
verkefni 2006 2007 2008 2009 2010 2011    
  Tilraunasmiðja Dalir og hólar Matarkistan Steinn Steinar  
 
Matarkistan              
 

Matarkistan Breiðafjörður 2008,
22. - 24. ágúst 2008 : Nýpurhyrna tók þátt í verkefninu Matarkistan Breiðafjörður 2008,
sem var samstarfsverkefni bænda á 3 býlum við Breiðafjörð; bænda að Stað á Reykjanesi, bænda að Fagradal á Skarðsströnd og bænda að Nýp - í samvinnu við félagið MATUR-SAGA-MENNING og Ferðafélag Íslands.
Boðið var upp á gönguferðir við Breiðafjörðinn í bland við heimsóknir til bænda á býlunum 3. Boðið var upp á gómsætt bragð af framleiðslu svæðisins, fugli, fiski, kjöti, ostum og grænmeti, lífrækt ræktuðu salati og nýuppteknum kartöflum, kryddjurtum, berjum, sölvum og fjallagrösum tindum úr fjalli /fjöru. Gist var í bændagistingu að Þurranesi í Saurbæ.

Komið að Nýp á föstudagskveldi, stutt kynning og léttur málsverður. Á laugardegi var ekið í Berufjörð, morgunsins notið í göngu um Borgarlandið í leiðsögn heimamanns. Eftir gönguna var ekið að Stað á Reykjanesi við Breiðafjörð þar sem bændur tóku rausnarlega á móti göngumönnum með lostæti úr reykhúsi Staðarbænda ásamt fleira góðgæti til smökkunar. Undir kvöld var haldið tilbaka að Nýp og notið máltíðar sem meistarakokkarnir Sigurvin Gunnarsson og ...... göldruðu fram úr matarkistu Breiðafjarðar og nágrennis; hvannalamb úr Fagradal, blóðberg, nýuppteknar kartöflur, salat úr garðinum og bláber úr fjallinu.
Sunnudagsmorgunn var ekið að Ytra Fagradal þar sem gestir fræddust um þróunarverkefni og framleiðslu Fagradalsbænda á Hvannalambi. Gengið var til berja þar, hugað að grösum og kryddjurtum undir leiðsögn Fagradalsbænda. Um nónbil var haldið til baka að Ný þar sem boðið var upp á sjávarréttasúpu undir beru lofti á hlaðinu að Nýp, áður en lagt var af stað heim á leið. Verkefnisstjóri var Laufey Steingrímsdóttir, matvælafræðingur.

 
Nýpurhyrna c/o Penna sf. / tel. 8961930 - 8918674 / thora@this.is / Hringbraut 121, 107 Reykjavík, Iceland