lítill haus        
   
heim

forsíða>verkefni>2011

Nýpurhyrna verkefni tenglar annað hafa samband english
verkefni 2006 2007 2008 2009 2010 2011    
 
 
 
 
 

Verkefni Nýpurhyrnu 2011:

     
         

 


19. júní
kl. 16:00
Dagur hinna villtu blóma á Skarðsströnd

Efnt til göngu og plöntugreiningar á Degi hinna villtu blóma. Gengið frá Ytri Fagradal á Skarðsströnd, niður túnin að fjörunni og síðan eftir ströndinni um land Heinabergs að Nýpurá, upp með ánni og að Nýp. Leiðsögn Halla Steinólfsdóttir, Ytri Fagradal og Þóra Sigurðardóttir, Nýp. http://www.floraislands.is/blomdag.htm

23. júlí
kl. 16:00
Ævintýri við Breiðafjörð

Aðalheiður Guðmundsdóttir fjallar um ævintýri sem sögð hafa verið við Breiðafjörð og í Dölum – en í erindinu fjallar hún ekki síst um fólkið sem sagði þau.
Aðalheiður skoðar sögur og sagnafólk sem bjó í Dalasýslu, einkum um það leyti sem Jón Árnason stóð að þjóðsagnasöfnun sinni á 19. öld, en einnig fyrir og eftir þann tíma. Spurt verður hvort Dalamenn skera sig frá sem heimildarmenn ævintýra og ef svo er, þá hvers vegna.

Í upphafi erindisins ræðir Aðalheiður jafnframt almenn einkenni ævintýra, en lítur einkum til þess á hvern hátt íslensk ævintýri skera sig frá ævintýrum annarra Evrópuþjóða. Þar sem ævintýri tengjast alltaf „þjóðarsálinni“ á hverjum tíma, svo sem með því að endurspegla vonir og drauma fólksins, verður litið til þess samfélags sem mótaði þau, og þá sér í lagi til hlutverks sagnaþulanna. Í stuttu máli verður sagt frá sagnaþulum og starfi þeirra, og hvernig fræðimenn hafa leitast við að tengja ævi þeirra og lífshlaup þeim sögum sem þeir tileinka sér og miðla til annarra.

Aðalheiður Guðmundsdóttir er íslenskufræðingur og aðjunkt í þjóðfræði við Háskóla Íslands.
Aðalheiður er jafnframt dóttir síðustu ábúenda á Nýp á Skarðsströnd, en jörðin lagðist í eyði árið 1972. https://uni.hi.is/adalh/

28.-31.júlí
Myndhöggvarar að Nýp;
Brennsla í leirbrennsluofninum Nýpu

Verkefnið fjallar um leir, jarðefni og eld sem kveikju nýrra verka. Undirbúningsvinna fer fram á verkstæðum myndlistamannanna og á verkstæði Myndhöggvarfélagsins í maí/júní 2011, en brennsla verka verður að Nýp á Skarðsströnd dagana 28.-31. júní 2011. Með verkefninu gefst kostur á að nýta eldbrennslu fyrir verk þátttakenda í keramikofni sem hannaður var til að brenna keramik við gas og við. Ofninn var teiknaður af Andres Allik ofnmeistara frá Eistlandi og reistur að Nýp árið 2006. Í smiðjunni verður m.a. mögulegt að nýta jarðefni af svæðinu til glerungagerðar. Bjarnheiður Jóhannsó́ttir sérfræðingur í glerungagerð og eldbrennslu verður til ráðgjafar í smiðjunni. Smiðjan verður opin almenningi til kynningar á verkefninu sunnudaginn 31. júlí og í lok brennslu verður rými hlöðunnar að Nýp nýtt til kynningar á afrakstri vinnunnar.
http://nyp.is/verkefni07/tilraunasm07.html

18. ágúst
kl. 20:30
Stofutónleikar hljómsveitarinnar Moses Hightower

www.youtube.com/watch?v=cyZuIbIUPPE
www.youtube.com/watch?v=LmiooRCjikk

25.-26. ágúst
Nemendur í fyrsta áfanga í MÓTUN / keramikhönnun frá Myndlistaskólanum í Reykjavík heimsækja Nýp.

Nemendum kynnt saga, náttúra og umhverfi Nýpur, leirinn í jarðlögum svæðisins og nýting hans. Jafnframt fá nemendur innsýn í leirbrennslu í eldofninum og skoða dæmi um árangur brennslu.
www.myndlistaskolinn.is

12.-16. september
Nemendur á öðru ári í MÓTUN / keramikhönnun frá Myndlistaskólanum í Reykjavík
vinna með glerunga og brennslu í keramikofninum að Nýp.

Vinnustofa og brennsla í leirofninum NÝPU fyrir nemendur Myndlistaskólans í Reykjavík, á 2 ári í MÓTUN. Umsjón Ólöf Erla Bjarnadóttir, brennslustjórn Bjarnheiður Jóhannsdóttir.





 
     
         
         
         
         
         
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Nýpurhyrna c/o Penna sf. / tel. 8961930 - 8918674 / thora@this.is / Hringbraut 121, 107 Reykjavík, Iceland