| Dalir og Hólar – handverk 9. – 30. ágúst 2009 er myndlistarsýning íDölum, á Ströndum, á Reykhólum og í Gilsfirði þar sem athyglinni var beint að handverkshefðum. Skólahús gamla landbúnaðarskólans í
 Ólafsdal, starfsemi hans og umhverfi er útgangspunktur sýningarinnar. Líkt og sýningin Dalir og Hólar 2008 leiddi sýningin gesti um svæðið. Dalir - Reykhólahreppur – Strandir, með því að staðsetja sýninguna á 4 stöðum og prentað var leiðakort sem jafnframt var sýningarskrá. Sýningarstjórn var í höndum Hildar Bjarnadóttur og Þóru Sigurðardóttur en sýningin var skipulögð og unnin í samvinnu við Ólafsdalsfélagið, bændur, leikmenn og menningarstofnanir á Vestfjörðum og Vesturlandi. Aðilar að sýningunni voru Sauðfjársetrið á Ströndum,  Minjasafn Dalamanna að Laugum, Sælingsdal,  Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum en jafnframt voru sett upp myndlistarverk á öllum þessum stöðum. Miðpunktur sýningarinnar var  í gamla skólahúsinu í Ólafsdal en nýhlaðinn veggur við heimtröðina að Ólafsdal var hluti sýningarinnar.
 Sýningin var formlega opnuð í Ólafsdal að viðstöddu fjölmenni á Ólafsdalsdeginum 9. ágúst 2009 og stóð hún allan ágústmánuð. Á sýningunni voru verk eftir:Ásdísi Thoroddsen
 Hafstein Aðalsteinsson og Aðalstein Valdimarsson
 Guðjón Kristinsson og Rúnar Karlsson
 Guðjón Ketilsson
 Hannes Lárusson
 Hildi Bjarnadóttur
 Hlyn Helgason
 Sólveigu Aðalsteinsdóttur
 Unnar Örn
 Þóru Sigurðardóttur
 Auk þess vann hópur alþjóðlegra sjálfboðaliða frá Veraldarvinum við
 endurgerð hleðslunnar við heimreiðina í Ólafsdal. Eggert Björnsson
 birtist á opnunardegi sýningarinnar í Ólafsdal og sama dag í
 Bátasafninu, íklæddur handsaumuðum sjóklæðum úr lambsskinnum að hætti
 sjómanna liðinna alda, sem hann sjálfur hefur útbúið í samræmi við
 varðveittar heimildir.  Fjöldi heimamanna kom að því að gera húsnæðið
 í Ólafsdal þannig úr garði að hægt yrði að setja upp sýninguna og opna
 húsið gestum.
 Menningarráð Vesturlands og Menningarráð Vestfjarða styrktu verkefnið. http://www.dalir.is/starfsemi/byggdasafn/http://www.reykholar.is/stjornsysla/stofnanir/Batasafn_Breidafjardar
 http://www.strandir.is/saudfjarsetur/
 http://batasmidi.is
 http://olafsdalur.is
 www.artinfo.is/olafsdalur/
 www.nyp.is
 |