heim | forsíða>verkefni>2006>tilraunasmiðja |
|||||||
Nýpurhyrna | verkefni | tenglar | annað | hafa samband | english | |||
verkefni | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | ||
Málþing | Sumarsmiðja | Tilraunasmiðja | ||||||
Tilraunasmiðja 2006 | Niðurstöður tilrauna | |||||||
10.-15. júlí 2006 Ofnbygging á Nýp, Skarðsströnd Dalasýslu Keramik ofnbygging Í júlí 2006 efnir Penna sf. að Nýp, Skarðströnd, í samvinnu við Myndlistaskólann í Reykjavík og Evrópuverkefnið Knowhow, til námskeiðs í byggingu keramik ofna –og tilraunasmiðju með Dalaleir og íslensk jarðefni. Námskeiðið fer fram á Nýp, en þáttakendur eru 8 innlendir og erlendir fagmenn á sviði keramik, myndlistar og hönnunar. Sérfræðingur í byggingu keramikofna, Andres Allik frá Eistlandi hefur verið fenginn til að leiðbeina og stjórna byggingunni. Þáttakendur skiptast um að taka þátt í byggingarvinnunni, en ofninn er hlaðinn úr hitaþolnum múrsteinum. Þess á milli gera þátttakendur tilraunir með íslenska leirinn. Bjarnheiður Jóhannsdóttir, sem hefur gert mikilsverðar athuganir á eiginleikum og samsetningu íslenskra jarðefna og leir, miðlar af þekkingu sinni á námskeiðinu auk þess sem hún verður með fyrirlestur á Nýp um rannsóknir sínar föstudaginn 14. júlí kl.17:00. Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur mun jafnframt miðla af þekkingu sinni um jarðsögu Íslands á námskeiðinu.Markmið Markmiðið er að skapa aðstöðu til viðar-og gasbrennslu á leir með því að byggja brennsluofn á því landssvæði Íslands þar sem leirlög eru mest í jörðu. Vonast er til að það stuðli að áhuga á auknum tilraunum með leir og jarðefnum til notkunar í hönnun, keramik og myndlist á Íslandi.Myndlistaskólinn og Knowhow Myndlistaskólinn í Reykjavík hefur nýverið kynnt menntamálaráðuneyti áform stjórnar skólans um skipulagningu náms á sviði keramik, textíl og teikningar. Í þeim áformum er m.a. lögð áhersla á tengingu við náttúru, menningu og nærtæk hráefni, auk tengingar við listaskóla í Evrópu. Myndlistaskólinn stýrir samstarfsverkefni 6 skóla í Evróp, Knowhow, sem er stutt af Leonardo da Vinci áætlun Evrópusambandsins (sjá knowhow.is). Verkefnið leitast við að vekja athygli á mikilvægi efnis-og verklegra námsþátta og á verkstæðiskennslu sem mikilvægum valkosti í menntakerfinu. Þáttökuskólarnir efna til ýmissa verkefna í nafni Knowhow verkefnisins og er ofnbygginámskeiðið og tilraunasmiðjan eitt slíkt. Þátttakendur í ofnbyggingarnámskeiði og tilraunasmiðju: Anne Thorseth, myndlistamaður Danmörk | ||||||||
Verkefnisstjórn: Aðstoðarmenn: Styrktaraðilar ofnbyggingar: Menningarráð Vesturlands, KM þjónustan Búðardal, Jarðefnavinnslan Þorlákshöfn, Álfaborg Reykjavík, ET flutningaþjónusta Reykjavík og Saurbæjarhreppur Dalasýslu, bændur í Ytri Fagradal, Skarðströnd. |
||||||||
Nýpurhyrna c/o Penna sf. / tel. 8961930 - 8918674 / thora@this.is / Hringbraut 121, 107 Reykjavík, Iceland |