lítill haus        
   
heim

forsíða>verkefni>2008>dalir og hólar

Nýpurhyrna verkefni tenglar annað hafa samband english
verkefni 2006 2007 2008 2009 2010 2011    
  Tilraunasmiðja Dalir og hólar Matarkistan Steinn Steinar  
 
 
Dalir og hólar              
 

Dalir og Hólar

Fyrstu tvær helgar í ágúst 2008 settu 8 myndlistarmenn upp jafnmargar sýningar í Dölum og í Reykhólasveit. Verkefnið var hugsað sem safn 8 sýninga sem allar eiga sér stað á sama tíma, þar sem unnið var út frá staðháttum og sögu svæðisins. Hver þátttakandi valdi sér sýningarstað/svæði til að vinna með og voru sýningarstaðirnir af ýmsum toga; hús, húsarústir, hús í byggð, eyðibýli eða tiltekin svæði í sveitinni. Sýningarnar voru opnar tvær helgar í ágúst og það landssvæði sem þær virkjuðu miðuðust við að hægt væri að fara á milli sýninganna á einum degi. Kveikjan að hugmyndinni var löngun til þess að dveljast og vinna að myndlist úti á landi, sækja út fyrir hefðbundna sýningarsali, kynnast þessu landssvæði, sækja hugmyndir og vinna út frá náttúru og menningu svæðisins. En ekki síst að taka þátt í mannlífi svæðisins, efna til samstarfs og samtals við heimamenn og að bjóða sýningargestum upp á ferðalag um þetta merka svæði. Magnús Pálsson myndlistamaður setti upp verkið JÓN í brekkunni fyrir ofan bæjarhúsið að Nýp og tileinkaði verkið minningu langafa sins séra Jóns Bjarnasonar. Séra Jón bjó ásamt fjölskyldu sinni að Nýp á 19. öld og skrifaði sonur hans Magnús Blöndal Jónsson merkar æfiminningar sínar í 3. Bindum, en bernsku sína lifði Magnús að Nýp á Skarðsströnd.
Við Breiðafjörð og í Dölum hafa margir listamenn sögunnar og samtíðarinnar slitið bernskuskóm eða unnið lífsverk sitt. Sýningin var styrkt af Menningarráði Vesturlands og Menningarráði Vestfjarða. Sýningarstjóri var Sólveig Aðalsteinsdóttir.

 
Nýpurhyrna c/o Penna sf. / tel. 8961930 - 8918674 / thora@this.is / Hringbraut 121, 107 Reykjavík, Iceland