lítill haus        
   
heim

forsíða>verkefni>2008>tilraunasmiðja

Nýpurhyrna verkefni tenglar annað hafa samband english
verkefni 2006 2007 2008 2009 2010 2011    
  Tilraunasmiðja Dalir og hólar Matarkistan Steinn Steinar  
 
Tilraunasmiðja leirblöndur  
 

Unnið með íslensk jarðefni og Dalaleir
7.- 12. júlí 2008
Tilraunasmiðja fyrir fagmenn á sviði myndlistar og hönnunar

Vikuna 7..- 12. júlí 2008 var Tilraunsmiðja haldin Nýp á Skarðsströnd, þar sem unnið var að könnunum á möguleikum íslenskra jarðefna í glerungagerð.

Nýttir voru möguleikar útistandandi gas- og viðarbrennsluofnsins Nýpu sem reistur var að Nýp á Skarðsstönd sumarið 2006. Jarðefnin sem notuð voru í glerungablöndurnar komu víða að, m. a. úr Dölum, Vatnajökli og Heklu, auk jarðefna, leirs og annarra náttúruefna úr umhverfinu. Auk gas- og viðarbrennslu í Nýpu var brennd rakubrennsla og hrábrennsla í rafnmagnsofni. en rafmagnsbrennslan fór fram að Laugum í Sælingsdal. Í smiðjunni skapaðist mjög áhugaverð samræða um víxlverkan verklegra þátta og fræðilegra og miðluðu þátttakendur hvor öðrum af reynslu sinni. Þátttakendur voru frá Íslandi og Danmörku; myndlistamenn og nemendur í Diplómanámi Myndlistaskólans í Reykjavík. Gestir á vegum Ferðafélags Íslands heimsóttu smiðjuna og fræddust um verkefni hennar. Bjarnheiður Jóhannsdóttir M.A. frá Listaakademíunni í Búdapest, var faglegur leiðbeinandi, en verkefnisstjóri Þóra Sigurðardóttir myndlistamaður. Afrakstur smiðjunnar var settur upp til sýningar í sýningarrými Myndlistaskólans í Reykjavík í September 08.
Að smiðjunni stóðu Myndlistaskólinn í Reykjavík og Nýpurhyrna / Penna sf.

   
 
Nýpurhyrna c/o Penna sf. / tel. 8961930 - 8918674 / thora@this.is / Hringbraut 121, 107 Reykjavík, Iceland